Vitundarvakning um aldursfordóma – 9. október 2024

Öldrunarfræðafélag Íslands miðlar með ánægju eftirfarandi upplýsingum frá kollegum okkar í American Society on Aging.

Dagur vitundarvakningar um aldursfordóma er þann 9. október næstkomandi. Það er kjörið tækifæri til að vekja athygli á áhrifum aldursfordóma í samfélaginu og hvernig við getum breytt viðhorfi til öldrunar í okkar nærumhverfi.

“Breyta þarf viðhorfum, væntingum og hegðun gagnvart eldra fólki með því að vinna að Aldursvænu samfélagi. Aldursfordómar endurspeglast í hvernig við hugsum (staðalímyndir), hvernig okkur líður (fordómar) og hvernig við hegðum okkur (mismunun) gagnvart öldruðum eða sjálfum okkur á grundvelli aldurs.”
Sjá Virðing og reisn eftir Halldór S. Guðmundsson, félagsráðgjafa.

Aldursfordómar hafa neikvæð áhrif á heilsu okkar og vellíðan, fjárhagslegt öryggi og efnahag. Þeir koma fram í mörgum myndum, allt frá persónulegum samskiptum til opinberrar stefnumótunar, og hafa áhrif á fólk á öllum aldri.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu verkefnisins – Ageism Awareness Day.

Deildu þessu á:

Facebook