Vísindasjóður 2022 – Opið fyrir umsóknir

Vísindasjóður Öldrunarfræðafélags Íslands var stofnaður 1984 til styrktar vísinda- og rannsóknarstarfsemi í öldrunarfræðum. Stjórn Vísindasjóðs Öldrunafræðafélags Íslands auglýsir eftir umsóknum um vísindastyrki. Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar 2022.

Meðfylgjandi eru leiðbeiningar varðandi umsókn og umsóknareyðublað. Umsóknir berist rafrænt á eyðublaði Vísindasjóðs ÖLD til [email protected]. Hámarksupphæð styrks árið 2022 er 300.000,-. Nánari upplýsingar fást hjá Guðrúnu Björk Reykdal tengilið vísindanefndar, [email protected].

Vísindasjóður ÖLD veitir ekki fleiri en einn styrk til sama verkefnis hverju sinni. Sjóðurinn veitir ekki styrki til rannsókna sem þegar er búið að framkvæma. Mikilvægt er að fara eftir leiðbeiningum um útfyllingu umsókna.

Athugið að sendandi fær tölvupóst um móttöku umsóknar
og eru umsækjendur beðnir að fylgjast með því.

Umsóknir sem ekki fylgja leiðbeiningum sjóðsins fara ekki í matsferli.

Umsóknareyðublað og Leiðbeiningar vísindasjóðs má nálgast hér:

Deildu þessu á:

Facebook