STYRKUMSÓKN VÍSINDASJÓÐS 2017 ÖLDRUNARFRÆÐAFÉLAG ÍSLANDS

oldrun 1

Hægt er að sækja um styrk í Vísindasjóð félagsins. Síðasti skiladagur umsókna er mánudagurinn 9. Janúar 2017.

Hér er umsóknareyðublað í Word-skjali: Umsóknareyðublað fyrir styrk úr vísindasjóði ÖFFÍ

Hér er leiðbeiningarskjal varðandi umsókn í vísindasjóð ÖFFÍ: Leiðbeiningarskjal Vísindastjóðs ÖFFÍ 

Umsóknir berist rafrænt á eyðublaði Vísindasjóðs ÖFFÍ: [email protected].

Hámarksupphæð styrks árið 2017 er 300.000 kr.

Umsóknareyðublaðið er Word skjal sem þarf að byrja á að vista á sinni tölvu, fylla síðan út þar og meðhöndla sem venjulegt ritvinnsluskjal.

Vinsamlega sendið ekki fylgiskjöl með umsókninni nema brýna nauðsyn beri til. Allar nauðsynlegar upplýsingar eiga að koma fram á umsóknareyðublaðinu. Spurningarlista má þó senda með í sérskjali. Ekki þarf að senda inn spurningalista sem eru þekktir eða staðlaðir.

Ef aðalumsækjandi sendir ekki sjálfur tölvupóstinn með umsókninni er beðið um að nafn hans komi fram í efnislýsingu (subject) tölvupóstsins.Sendandi fær tölvupóst um móttöku umsóknar og eru umsækjendurnir beðnir að fylgjast með því.

Nánari upplýsingar fást hjá Ingibjörgu Hjaltadóttur formanni Vísindasjóðs ÖFFÍ ([email protected])

Vísindasjóður ÖFFÍ veitir ekki fleiri en einn styrk til sama verkefnis hverju sinni. Sjóðurinn veitir ekki styrki til rannsókna sem þegar er búið að framkvæma.

Kveðja

Sigurbjörg Hannesdóttir

Formaður Öldrunarfræðafélags Íslands

Deildu þessu á:

Facebook