Kallað er eftir ágripum erinda fyrir Sjónaukann sem í ár ber yfirskriftina „Nýsköpun: Tækifæri og áskoranir“.
Ráðstefnan verður haldin hvorutveggja á staðnum og í streymi dagana 15. og 16. maí n.k.
Skráningarsíðuna fyrir ágripin má finna hér.
Staðfestir aðalfyrirlesarar Sjónaukans eru:
Kjartan Sigurðsson, lektor við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis
Bergljót Borg, framkvæmdastjóri Styrktarfélagsins og aðjúnkt Iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans á Akureyri
Ósk Sigurðardóttir, deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu og stundakennari við Háskólann á Akureyri
Gojiro Nakagami, prófessor við University of Tokyo
Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri Hátinds 60 + í Fjallabyggð
Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við Framhaldsnámsdeild í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri
Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt í Sjónaukanum sem er vorboði heilbrigðisvísindadeilda HA og hefur verið haldinn árlega undanfarin sex ár.
Málstofuóskir má senda til undirritaðrar í netfangið [email protected].
Skráning verður opin til loka sunnudagsins 17. mars.