Pálmi lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 1979, sérfræðiprófi í lyflækningum frá University of Connecticut 1986 og sérfræðiprófi í öldrunarlækningum við Harvard University 1990. Hann var í rannsóknar- og kennslustöðu við Harvardháskóla 1988-1989, varð dósent í öldrunarlækningum við Háskóla Íslands 1994 og prófessor frá 2008. Pálmi hefur verið leiðbeinandi fjölda nemenda í rannsóknartengdu námi. Hann hefur sinnt öldrunarlækningum frá heimkomu ýmist sem yfirlæknir, forstöðulæknir eða sviðsstjóri á Landspítala. Skráning á málþingið fer fram hér.