Hlutdeild innflytjenda í umönnun eldra fólks og í heilbrigðisþjónustu

Jan Ifversen, prófessor í Evrópufræðum við Árósarháskóla, flytur erindið „Hlutdeild innflytjenda í umönnun eldra fólks og í heilbrigðisþjónustu” (“Migrant agency and transcultural creativity in elderly care”) á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Félagsráðgjafardeildar. Erindið verður flutt á ensku.

Haldið á Heimasvæði tungumálanna á 2. hæð í Veröld – húsi Vigdísar, 23. október kl. 12:00-13:15. Einnig verður hægt að fylgjast með í streymi á Zoom.

Stutt ágrip á íslensku 
Lýðfræðilegar breytingar á norðurslóðum skapa áskoranir fyrir öldrunarþjónustu vegna skorts á starfsfólki. Í Danmörku er búist við að innan fimm ára muni skorta allt að 20% starfsfólks í öldrunarþjónustu. Til að fylla í skörðin er reynt að laða að og ráða innflytjendur en á sama tíma er aðlögun þeirra í samfélagið byggð á skorts-nálgun. Í erindinu verður fjallað um að nálgast viðfangsefnið þvermenningarlega og leggja áherslu á gagnkvæm menningaráhrif og nýsköpun. Þessi nálgun miðar að því að viðurkenna þekkingu innflytjendanna sjálfra og samþætta hana í þjálfun og starfshætti í þjónustu við aldrað fólk innan heilbrigðis- og velferðarþjónustunnar.

Nánari upplýsingar er að finna á viðburðadagatali Háskóla Íslands, smellið hér til að opna.

Deildu þessu á:

Facebook