Nýjasta fréttabréf NGF hefur verið gefið út. Í því er að finna upplýsingar um það sem er efst á baugi varðandi öldrunarmál á Norðurlöndunum, meðal annars um doktorsverkefni Margrétar Guðnadóttur sérfræðings í heimahjúkrun. Njótið lestursins.
Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og Landspítala í Öldrunarfræðum (RHLÖ) hefur breytt um nafn og heitir núna Miðstöð í öldrunarfræðum. Nú er auglýst eftir forstöðumanni nýrrar stofnunar og áhugasamir eindregið hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar og umsóknarform má nálgast á Starfatorgi.