Kynning úr skýrslunni:
Þann 10. maí 2023 samþykkti Alþingi tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023-2027. Þetta skjal er styttri útgáfa af þingsályktuninni. Gögn til grundvallar, útskýringar og orðskýringar má nálgast í þingsályktuninni sjálfri sem finna má á vef Alþingis – smellið hér.
Aðgerðaáætlunin byggist á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og viljayfirlýsingu félags- og vinnumarkaðsráðherra, heilbrigðisráðherra, fjármálaráðherra, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands eldri borgara um að auka samstarf varðandi málefni eldra fólks. Þverfaglegt samstarf félags- og heilbrigðisþjónustu er grundvallaratriði til að ná fram samlegðaráhrifum fagþekkingar á hvoru sviði fyrir sig og tryggja þannig betri þjónustu við stækkandi þjóðfélagshóp, m.a. með samþættingu á þjónustu, forvörnum, heilsueflingu og aukinni virkni.
Skipað var í verkefnastjórn í júní 2022 af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra.
Stjórn Öldrunarfræðafélags Íslands fagnar verkefninu og hvetur áhugasama til að fylgjast með þróun þess á heimasíðu Stjórnarráðsins – smellið hér.