Aðalfundur ÖLD 2023

Aðalfundur Öldrunarfræðafélags Íslands fór fram í fundarsal Heilsugæslunnar við Urðarhvarf föstudaginn 24. mars síðastliðinn. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og úthlutun úr vísindasjóði. Tveir gengu úr stjórn og tveir nýir komu inn. Sunna Kristinsdóttir, iðjuþjálfi og Guðfinna Björnsdóttir, sjúkraþjálfari gáfu ekki kost á sér áfram. Fá þær bestu þakkir fyrir sitt framlag í þágu ÖLD með góðum kveðjum. Nýjar inn í stjórn komu Guðrún Día Hjaltested, sjúkraþjálfari og Svanborg Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi. Sirrý Sif Sigurlaugardóttir félagsráðgjafi er áfram formaður stjórnar. Berglind Blöndal næringarfræðingur og Margrét Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur gáfu báðar kost á sér áfram. Ný stjórn hefur þegar fundað og hlakkar til komandi starfsárs.

Allir meðlimir í stjórn vísindasjóðs gáfu kost á sér áfram svo hún er óbreytt milli ára. Stjórn vísindasjóðs skipa Guðrún Reykdal, félagsráðgjafi, Sigrún Sunna Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur og Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir, næringarfræðingur. Nokkrar umsóknir bárust í vísindasjóðinn en ákveðið var að styrkja eina rannsókn í ár um 300.000 kr.- Ingi Rúnar Árnason meistaranemi í sálfræði við Háskóla Íslands fékk styrkinn vegna verkefnisins Viðhorf til eldra fólks á Íslandi: hlutverk sálfélagslegra breyta og samfélagslegrar stöðu. Við óskum Inga Rúnari kærlega til hamingju og hlökkum til að heyra af niðurstöðum verkefnisins.

Guðrún Reykdal, formaður vísindasjóðs og Ingi Rúnar Árnason, styrkþegi.

Deildu þessu á:

Facebook