Aðalfundur 2022

Aðalfundur Öldrunarfræðafélags Íslands 2022 var haldinn í Takti, húsnæði Parkinsonsamtakanna þann 20. apríl sl. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og afhending úr vísindasjóði líkt og áður hefur verið sagt frá.

Fundarstjóri var Erna Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Parkinsonsamtakanna.

Margrét Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur og ritari stjórnar ritaði fundargerð.

Eftirfarandi breytingar á stjórn urðu á aðalfundinum: Laufey Jónsdóttir, meðstjórnandi og Ragnheiður Kristjánsdóttir, gjaldkeri gengu úr stjórn. Þær fá báðar bestu þakkir fyrir góð störf í þágu félagsins á liðinum árum. Í þeirra stað komu nýjar inn í stjórn Berglind Soffía Blöndal næringarfræingur og Guðfinna Björnsdóttir sjúkraþjálfari.

Nýja stjórn ÖLD skipa því:
– Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi MA, formaður.
– Sunna Kristinsdóttir, iðjuþjálfi, varaformaður.
– Berglind Soffía Blöndal, næringarfræðingur, gjaldkeri.
– Margrét Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur, ritari.
– Guðfinna Björnsdóttir, sjúkraþjálfari, meðstjórnandi.

Aðalfundargerð og fylgigögn má lesa í heild sinni hér.

Deildu þessu á:

Facebook