Fundargerð aðalfundar, sem haldinn var 20. mars 2024 á Landakoti, er nú aðgengileg fyrir félagsmenn og aðra áhugasama. Hún inniheldur helstu umræðu- og niðurstöðuatriði fundarins, ásamt samþykktum og ályktunum. Þar má meðal annars sjá samhljóða samþykkt á skýrslu stjórnar og reikningum félagsins, ásamt ákvörðun um óbreytt árgjald félagsmanna og úthlutun Vísindasjóðs.
Einnig var staðfest óbreytt stjórn fyrir starfsárið 2024-2025, sem skipuð er eftirfarandi aðilum:
Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi og formaður stjórnar
Berglind Blöndal, næringarfræðingur og varaformaður
Svanborg Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi og gjaldkeri
Margrét Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur og ritari
Guðrún Día Hjaltested, sjúkraþjálfari og meðstjórnandi
Til að skoða fundargerðina [smelltu hér]
Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér efni fundargerðarinnar og þökkum þeim sem tóku þátt í aðalfundinum fyrir þeirra framlag.
Dagsetning fyrir aðalfund 2025 verður tilkynnt von bráðar.