Hér með er boðað til aðalfundar Öldrunarfræðafélags Íslands, með tveggja vikna fyrirvara, samkvæmt lögum félagsins.
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 19. mars 2025 kl.16:30 í fundarsal iðjuþjálfunar á K3, 3. hæð Landakotsspítala LSH, Túngötu 26, 101 Reykjavík.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- Skýrsla stjórnar og vísindasjóðs.
- Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
- Kosning stjórnar, sbr. 6. gr.
- Kosning stjórnar vísindasjóðs félagsins, sbr. 8. gr.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs.
- Árgjald ákveðið.
- Lagabreytingar, sbr. 11. gr.
- Önnur mál.
Fundurinn er öllum opinn en aðeins félagsmenn sem greiddu félagsgjöld árið 2024 hafa atkvæðisrétt á fundinum.
Vonast er til að sjá sem flesta á fundinum og félagsmenn hvattir til þátttöku í umræðum og ákvörðunum sem varða framtíð félagsins.
Með bestu kveðju,
Sirrý Sif Sigurlaugardóttir
Formaður ÖLD
Öldrunarfræðafélag Íslands