Aðalfundarboð 2025

Hér með er boðað til aðalfundar Öldrunarfræðafélags Íslands, með tveggja vikna fyrirvara, samkvæmt lögum félagsins.
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 19. mars 2025 kl.16:30 í fundarsal iðjuþjálfunar á K3, 3. hæð Landakotsspítala LSH, Túngötu 26, 101 Reykjavík.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Skýrsla stjórnar og vísindasjóðs.
  2. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  3. Kosning stjórnar, sbr. 6. gr.
  4. Kosning stjórnar vísindasjóðs félagsins, sbr. 8. gr.
  5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs.
  6. Árgjald ákveðið.
  7. Lagabreytingar, sbr. 11. gr.
  8. Önnur mál.

Fundurinn er öllum opinn en aðeins félagsmenn sem greiddu félagsgjöld árið 2024 hafa atkvæðisrétt á fundinum.

Vonast er til að sjá sem flesta á fundinum og félagsmenn hvattir til þátttöku í umræðum og ákvörðunum sem varða framtíð félagsins.

Með bestu kveðju,

Sirrý Sif Sigurlaugardóttir
Formaður ÖLD
Öldrunarfræðafélag Íslands

Deildu þessu á:

Facebook