Lög félagsins

1. gr.
Félagið heitir Öldrunarfræðafélag Íslands. Latneskt heiti þess er Societas Gerontologica Islandica og enskt heiti Icelandic Gerontological Society. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2. gr.
Markmið félagsins er:

  1. að styðja hvers konar rannsóknir er varða öldrun, öldrunarsjúkdóma, og félagsleg málefni eldra fólks,

  2. að vinna að fræðslu um þessi efni, jafnt meðal fagaðila og almennings,

  3. að vera ráðgefandi um málefni eldri einstaklinga við opinbera aðila og aðra þá sem láta sig málefni aldraðra varða.

3. gr.
Félagar geta orðið þeir einstaklingar, sem starfa að málefnum aldraðra og annað áhugafólk. Styrktarfélagar geta orðið félög og stofnanir. Umsókn um aðild skal send félagsstjórn til afgreiðslu.

4.gr.
Aðalfundur er æðsta ákvörðunarvald í málefnum félagsins. Hann skal haldinn í mars ár hvert og boðaður með tveggja vikna fyrirvara. Formaður setur fundinn og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað. Tillögur á aðalfundi, aðrar en lagabreytingar og tillögur um félagsslit sbr. 10. og 11. gr. falla á jöfnum atkvæðum. Í kosningum milli manna ræður hlutkesti ef atkvæði falla jöfn.

Dagskrá aðalfundar:

1. Skýrsla stjórnar og visindasjóðs.

2. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.

3. Kosning stjórnar félagsins, sbr. 6. gr.

4. Kosning stjórnar vísindasjóðs félagsins, sbr. 8. gr.

5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs.

6. Árgjald ákveðið.

7. Lagabreytingar, sbr. 11. gr.

8. Önnur mál.

5. gr.
Almenna félagsfundi skal halda svo oft sem þurfa þykir og boðar félagsstjórn til þeirra. Félagsfund skal boða ef fimmtungur félagsmanna óskar þess.

6. gr.
Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi til tveggja ára í senn. Stjórn skipa formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi auk tveggja varamanna. Kosið er sérstaklega í embætti stjórnarmanna. Enginn má sitja í stjórn lengur en fjögur kjörtímabil í senn, nema sem varamaður.

  1. Formaður er málsvari félagsins, boðar til stjórnarfunda, sinnir alþjóðlegum samskiptum og sér um yfirstjórn á málefnum félagsins milli funda.

  2. Varaformaður er staðgengill formanns.

  3. Ritari ritar fundargerðir, heldur félagatal og varðveitir lög félagsins í frumriti.

  4. Gjaldkeri sér um fjármál félagsins og fjárreiður Vísindasjóðs. Ávöxtun fjármuna félagsins er í höndum gjaldkera, með samþykki stjórnar.

  5. Meðstjórnendur taka þátt í mótun stefnu félagsins og starfi stjórnar eftir því sem við á.

  6. Stjórn skal skipuð af fulltrúum að minnsta kosti 4 fagsétta innan öldrunarþjónustunnar. Undantekningar má gera ef ekki tekst að skipa í öll stjórnarsæti.

7. gr.

Aðalfundi er heimilt að skipa sérfræðinganefndir innan félagsins, enda verði reglur um slíkar nefndir samþykktar á aðalfundi.

8. gr.
Vísindasjóður Öldrunarfræðafélags Íslands er eign félagsins. Stjórn hans skal kosin á aðalfundi til 2ja ára senn: formaður sem kosinn er sérstaklega og tveir meðstjórnendur. Stjórn félagsins ákveður framlög úr félagssjóði til Vísindasjóðs. Að öðru leyti fer um stjórn sjóðsins skv. samkvæmt reglum sem samþykktar eru á aðalfundi.

9. gr.
Félagið er stofnaðili Nordisk Gerontologisk Forening, það starfar í tengslum við hliðstæð alþjóðasamtök. Félagið er B-aðili að Öldrunarráði Íslands.

10. gr.
Fagráð er skipað af félagsstjórn til 2ja ára í senn. Hlutverk þess er að vera ráðgefandi við norrænar öldrunarfræðaráðstefnur NGF og er formaður þess fulltrúi í Vísindaráði NGF. Fulltrúi úr ráðinu á sæti í stjórn Rannsóknarstofu HÍ og LSH í öldrunarfræðum.

11. gr.
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi. Breytingartillögur skulu hafa borist félagsstjórn eigi síðar en 4 vikum fyrir aðalfund. Tillögur að lagabreytingum skal kynna í aðalfundarboði. Tillögur um lagabreytingar þurfa samþykki 2/3 atkvæðisbærra fundarmanna.

12. gr.
Félaginu skal slitið og eignir þess gerðar upp ef ¾ atkvæðisbærra fundarmanna á aðalfundi samþykkja tillögu þess efnis. Tillaga um félagsslit skal hafa borist félagsstjórn eigi síðar en 6 vikum fyrir aðalfund og hana skal kynna í aðalfundarboði. Við félagsslit skulu eignir félagsins renna til Háskóla Íslands.

13. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi og falla þar með úr gildi eldri lög félagsins.

Samþykkt á aðalfundi Öldrunarfræðafélags Íslands 13. mars, 2019