Heiðursfélagar

Öldrunarfræðafélag Íslands hefur tilnefnt 6 heiðursfélaga:

Alfreð Gíslason læknir var fyrsti heiðurfélagi Öldrunarfræðafélags Íslands. 

Á 20 ára afmæli Öldrunarfræðafélagsins 1993 voru Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar og fyrsti formaður félagsins, og Þór Halldórsson læknir og fyrrum formaður félagsins gerðir að heiðursfélögum. 

Á 25 ára afmæli Öldrunarfræðafélagsins 1998 voru Ársæll Jónsson læknir og fyrrum formaður félagsins og Gunnhildur Sigurðardótir hjúkrunarfræðingur og fyrrum stjórnarmaður félagsins gerð að heiðursfélögum.

Á 40 ára afmæli Öldrunarfræðafélagsins 2013 var Jóna Eggertsdóttir félagsráðgjafi og fyrrum stjórnarmaður gerð að heiðursfélaga. 

Alfreð Gíslason

f. 12. des. 1905 í Reykjavík, d. 13 okt. 1990 í Reykjavík .
Cand. Med frá H.Í. 25. feb 1932.

Félags og trúnaðarmál: Í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá stofnun þess 1949 og formaðkur 1952-59. Í stjórn Geðverndarfélags Íslands frá stofnun þess 1950 til 1962. Í stjórn Krabbameinsfélags Íslands frá stofnun þess til 1951 til 1959. Einn af stofnendum Samtaka presta og lækna 1953 og formaður 1953 -54. Formaður Málfundafélags jafnaðarmanna frá stofnun þess 1954 til 1956. Kosinn í milliþinganefnd í heilbrigðismálum 1954, í milliþinganefnd til að athuga starfsskilyrði aldraðs fólks 1959 og í áfengismálanefnd 1964. Í bæjar- og borgarstjórn Reykjavíkur 1954 – 66, í bæjarráð 1955. 2. varaforseti efri deildar Alþingis 1956 – 59. í miðstjórn Alþýðubandalagsins frá 1956 og um skeið. Í stjórn Félags sjúkrasamlagslækna frá stofnun þess 1962 til 1965. Fulltrúi Íslands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1971 og 1972. Skipaður í tryggingaráð 1971 – 74 og í Heilbrigðisráð Íslands frá 3. jan 1974. í stjórn Nordisk Gerontologisk Förening frá 1973 um skeið. Í stjórn Öldrunarfræðifélags Íslands frá stofnun þess 1974 og um árabil. Heiðursfélagi Krabbameinsfélags Reykjavíkur 1974. Alfreð var fyrsti heiðursfélagi Ö.F.F.Í.

Gísli Sigurbjörnsson

Gísli fæddist í Reykjavík 29. október 1907, sonur séra Sigurbjörns Á. Gíslasonar og konu hans, Guðrúnar Lárusdóttur, alþingismanns. Gísli lést 7. janúar 1994.

Gísli lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands 1927, stundaði síðar verslunarnám í Þýskalandi og var um skeið frímerkjakaupmaður. Hann var forstjóri Grundar frá 1934 og jafnframt forstjóri Áss/Ásbyrgis frá stofnun þess árið 1952.
Auk þess að vinna brautryðjendastarf í þágu aldraðra, vann Gísli að íþróttamálum, bindindismálum og ferðamálum. Hann var formaður Knattspyrnufélagsins Víkings um skeið, einnig formaður Ferðamálaráðs og stofnaði Krabbameinsfélag Íslands. Auk þessa voru honum falin fjölmörg trúnaðar- og ábyrgðarstörf. Hann var kjörinn heiðursfélagi m.a. í Öldrunarfræðafélagi Íslands, Öldrunarráði Íslands og Eurag, Evrópusamtökum um málefni aldraðra.
Eiginkona hans var Helga Björnsdóttir, fædd 15. júlí 1914. Hún var dóttir Björns Arnórssonar, stórkaupmanns í Reykjavík, og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Helga lést þann 20. júní 1999. Þau eignuðust 4 dætur.
Gísli Sigurbjörnsson var sæmdur stjörnu stórriddara Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu aldraðra, ennfremur ítölsku heiðursmerki og þýskum stórriddarakrossi.

Þór Halldórsson

f 15. okt. 1929. í Kóreksstaðagerði í Hjaltastaðaþinghá, N – Múli.
Cand. Med. Frá H.Í. 1. júni 1960.

Félags og trúnaðarstörf: Formaður Félags lyflækna 1969-71. Stofnandi ( ásamt Alfreð Gíslasyni) Öldrunarfræðifélag Íslands. (Ö.F.Í.) 1974, formaður 1978 – 83. Í stjórn Sambands norræna öldrunarfræðifélagsins (Nordisk Gerontologisk Förening, N.G.F.) 1974 – 96. Í stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands frá 1975, varaformaður 1991 – 93 og formaður frá 1993. Í undirbúningsnefnd að frumvarpi til laga um málefni aldraðra 1979. Formaður Vísindasjóðs Ö.F.Í. 1983 -97. Í undirbúningsnefnd 5. norrænu ráðstefnunnar í öldrunarfræðum (Nordisk Kongrss í Gerontologi, N.K.G.) 1983 og forseti 10. norrænu ráðstefnunnar í öldrunarfræðum 1990. Í stjórn Rauða kross Íslands 1991 – 96. Í stjórn stoðbýlisins Foldabæjar frá 1994. Í byggingarnefnd hjúkrunarheimilis Skógarbæjar 1996 – 98 og formaður stjórnar Skógarbæjar 1996 – 98. Heiðursfélagi Öldrunarfræðafélags Íslands 1993.

Ársæll Jónsson

f. 14. nóv. 1939 í Reykjavík.
Cand. Med.frá H.Í 6. feb 1968.

Félags og trúnaðarstörf: Stofnfélagi og í stjórn Félags Íslenskra lækna í Bretlandi 1975 – 76 og fulltrúi þess á formannaráðstefnu læknafélaganna í Reykjavík 1976 og 1978. Formaður fræðslunefndar læknaráðs Landspítalans 1976 – 78. Í fulltrúaráði og fræðslunefnd Samtaka sykursjúkra í Reykjavík 1976 -78. Stofnfélagi Manneldisfélags Íslands og í fræðslunefnd þess 1977 – 79. Fulltrúi Læknafélags Íslands í læknanefnd Öldrunarfræðafélags Íslands og formaður hennar 1978 – 83. Ritari nefndar landlæknis til undirbúnings laga um málefni aldraðra 1978 – 80. Formaður eyðublaðanefndar Landspítalans 1979 -83. Formaður Öldrunarfræðifélags Íslands 1983 – 87 og í varastjórn þess 1987 -97. Ritari í þjónustunefnd aldraðra í Reykjavík 1984. Stofnfélagi og fyrsti formaður Félag íslenskra öldrunarlækna frá stofnun 1989 til 1993. Í stjórn Nordisk Gerontologisk Forening (NGF) 1990 -98. Ráðgjafi fagráðs (Expert Committee, síðar Council) NGF frá stofnun þess 1990 til 1998. Heiðursfélagi Öldrunarfélags Íslands í október 1998.