Alfreð Gíslason læknir var fyrsti heiðurfélagi Öldrunarfræðafélags Íslands.
Á 20 ára afmæli Öldrunarfræðafélagsins 1993 voru Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar og fyrsti formaður félagsins, og Þór Halldórsson læknir og fyrrum formaður félagsins gerðir að heiðursfélögum.
Á 25 ára afmæli Öldrunarfræðafélagsins 1998 voru Ársæll Jónsson læknir og fyrrum formaður félagsins og Gunnhildur Sigurðardótir hjúkrunarfræðingur og fyrrum stjórnarmaður félagsins gerð að heiðursfélögum.
Á 40 ára afmæli Öldrunarfræðafélagsins 2013 var Jóna Eggertsdóttir félagsráðgjafi og fyrrum stjórnarmaður gerð að heiðursfélaga.
f. 12. des. 1905 í Reykjavík, d. 13 okt. 1990 í Reykjavík .
Cand. Med frá H.Í. 25. feb 1932.
Félags og trúnaðarmál: Í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá stofnun þess 1949 og formaðkur 1952-59. Í stjórn Geðverndarfélags Íslands frá stofnun þess 1950 til 1962. Í stjórn Krabbameinsfélags Íslands frá stofnun þess til 1951 til 1959. Einn af stofnendum Samtaka presta og lækna 1953 og formaður 1953 -54. Formaður Málfundafélags jafnaðarmanna frá stofnun þess 1954 til 1956. Kosinn í milliþinganefnd í heilbrigðismálum 1954, í milliþinganefnd til að athuga starfsskilyrði aldraðs fólks 1959 og í áfengismálanefnd 1964. Í bæjar- og borgarstjórn Reykjavíkur 1954 – 66, í bæjarráð 1955. 2. varaforseti efri deildar Alþingis 1956 – 59. í miðstjórn Alþýðubandalagsins frá 1956 og um skeið. Í stjórn Félags sjúkrasamlagslækna frá stofnun þess 1962 til 1965. Fulltrúi Íslands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1971 og 1972. Skipaður í tryggingaráð 1971 – 74 og í Heilbrigðisráð Íslands frá 3. jan 1974. í stjórn Nordisk Gerontologisk Förening frá 1973 um skeið. Í stjórn Öldrunarfræðifélags Íslands frá stofnun þess 1974 og um árabil. Heiðursfélagi Krabbameinsfélags Reykjavíkur 1974. Alfreð var fyrsti heiðursfélagi Ö.F.F.Í.
Gísli fæddist í Reykjavík 29. október 1907, sonur séra Sigurbjörns Á. Gíslasonar og konu hans, Guðrúnar Lárusdóttur, alþingismanns. Gísli lést 7. janúar 1994.
Gísli lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands 1927, stundaði síðar verslunarnám í Þýskalandi og var um skeið frímerkjakaupmaður. Hann var forstjóri Grundar frá 1934 og jafnframt forstjóri Áss/Ásbyrgis frá stofnun þess árið 1952.
Auk þess að vinna brautryðjendastarf í þágu aldraðra, vann Gísli að íþróttamálum, bindindismálum og ferðamálum. Hann var formaður Knattspyrnufélagsins Víkings um skeið, einnig formaður Ferðamálaráðs og stofnaði Krabbameinsfélag Íslands. Auk þessa voru honum falin fjölmörg trúnaðar- og ábyrgðarstörf. Hann var kjörinn heiðursfélagi m.a. í Öldrunarfræðafélagi Íslands, Öldrunarráði Íslands og Eurag, Evrópusamtökum um málefni aldraðra.
Eiginkona hans var Helga Björnsdóttir, fædd 15. júlí 1914. Hún var dóttir Björns Arnórssonar, stórkaupmanns í Reykjavík, og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Helga lést þann 20. júní 1999. Þau eignuðust 4 dætur.
Gísli Sigurbjörnsson var sæmdur stjörnu stórriddara Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu aldraðra, ennfremur ítölsku heiðursmerki og þýskum stórriddarakrossi.
f 15. okt. 1929. í Kóreksstaðagerði í Hjaltastaðaþinghá, N – Múli.
Cand. Med. Frá H.Í. 1. júni 1960.
Félags og trúnaðarstörf: Formaður Félags lyflækna 1969-71. Stofnandi ( ásamt Alfreð Gíslasyni) Öldrunarfræðifélag Íslands. (Ö.F.Í.) 1974, formaður 1978 – 83. Í stjórn Sambands norræna öldrunarfræðifélagsins (Nordisk Gerontologisk Förening, N.G.F.) 1974 – 96. Í stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands frá 1975, varaformaður 1991 – 93 og formaður frá 1993. Í undirbúningsnefnd að frumvarpi til laga um málefni aldraðra 1979. Formaður Vísindasjóðs Ö.F.Í. 1983 -97. Í undirbúningsnefnd 5. norrænu ráðstefnunnar í öldrunarfræðum (Nordisk Kongrss í Gerontologi, N.K.G.) 1983 og forseti 10. norrænu ráðstefnunnar í öldrunarfræðum 1990. Í stjórn Rauða kross Íslands 1991 – 96. Í stjórn stoðbýlisins Foldabæjar frá 1994. Í byggingarnefnd hjúkrunarheimilis Skógarbæjar 1996 – 98 og formaður stjórnar Skógarbæjar 1996 – 98. Heiðursfélagi Öldrunarfræðafélags Íslands 1993.
f. 14. nóv. 1939 í Reykjavík.
Cand. Med.frá H.Í 6. feb 1968.
Félags og trúnaðarstörf: Stofnfélagi og í stjórn Félags Íslenskra lækna í Bretlandi 1975 – 76 og fulltrúi þess á formannaráðstefnu læknafélaganna í Reykjavík 1976 og 1978. Formaður fræðslunefndar læknaráðs Landspítalans 1976 – 78. Í fulltrúaráði og fræðslunefnd Samtaka sykursjúkra í Reykjavík 1976 -78. Stofnfélagi Manneldisfélags Íslands og í fræðslunefnd þess 1977 – 79. Fulltrúi Læknafélags Íslands í læknanefnd Öldrunarfræðafélags Íslands og formaður hennar 1978 – 83. Ritari nefndar landlæknis til undirbúnings laga um málefni aldraðra 1978 – 80. Formaður eyðublaðanefndar Landspítalans 1979 -83. Formaður Öldrunarfræðifélags Íslands 1983 – 87 og í varastjórn þess 1987 -97. Ritari í þjónustunefnd aldraðra í Reykjavík 1984. Stofnfélagi og fyrsti formaður Félag íslenskra öldrunarlækna frá stofnun 1989 til 1993. Í stjórn Nordisk Gerontologisk Forening (NGF) 1990 -98. Ráðgjafi fagráðs (Expert Committee, síðar Council) NGF frá stofnun þess 1990 til 1998. Heiðursfélagi Öldrunarfélags Íslands í október 1998.
Vefsíðugerð og vefhönnun : Basic Markaðsstofa
Cookie | Duration | Description |
---|---|---|
cookielawinfo-checkbox-analytics | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics". |
cookielawinfo-checkbox-functional | 11 months | The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional". |
cookielawinfo-checkbox-necessary | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary". |
cookielawinfo-checkbox-others | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other. |
cookielawinfo-checkbox-performance | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance". |
viewed_cookie_policy | 11 months | The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data. |