26. Norræna öldrunarfræðaþingið

Tuttugasta og sjötta Norræna öldrunarfræðaþingið fór fram í Odense í Danmörku dagana 8.-10. júní. Rúmlega 30 Íslendingar voru skráðir á þingið í ár skv. skráningartölum dönsku skipulagsnefndarinnar. Þing Nordisk Gerontologisk Forum, Nordic Gerontological Federation [NGF] er haldið annað hvert ár. (Það er að segja þegar covid setur ekki allt úr skorðum eins og 2020). Því var síðasta þing rafrænt sumarið 2021, sent út frá Íslandi, en ákveðið að halda sléttum tölum og halda næsta núna 2022.

Aðildafélögin skiptast á að halda þingið annað hvert ár. Ísland átti að vera 2020, Danmörk 2022, Svíþjóð mun halda næsta þing 2024 í Stokkhólmi. Það verður auglýst betur síðar. Á eftir Svíum er komið að Finnum og loks Norðmönnum. Með því móti heldur hvert land eitt þing á hverju tíu ára tímabili. Fyrsta þingið var haldið 1973 í Danmörku. Þau hafa hingað til verið mjög vel sótt og gengið vel. Það voru óvenju fáir skráðir þátttakendur í ár, um 450. Vonandi verður betri þátttaka í Stokkhólmi þegar lengra er liðið frá covid.

Dagskrá þingsins í ár var mjög vegleg og náði yfir þrjá daga. Af nógu var að taka og óhætt að segja að allir sem starfa við öldrunarþjónustu eða rannsóknir á sviði öldrunarfræða hafi fundið eitthvað við sitt hæfi. Heimasíða þingsins er enn opin og þar má skoða alla dagskrána. smellið hér.

Deildu þessu á:

Facebook