MÁLÞING MEÐ ALLEN POWER

Heilabilun – meira en sjúkdómur og lyfjameðferð

Málþing með Allen Power MD í samstarfi við

Öldrunarfræðafélag Íslands og Öldrunarheimili Akureyrar

                     21. september 2015 kl. 13.00 – 16.00 Akureyri, Austurbyggð 17                  

22. september 2015 kl. 13.00 – 16.00 Reykjavík, Neskirkja

Allen Power, MD sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum, prófessor í lyflækningum við University of Rochester, New York, er höfundur bókanna Dementia Beyond Drugs (2008) og Dementia Beyond Disease (2014). Bækur hans hafa vakið mikla athygli og hlotið fjölda viðurkenninga.

Dr. Power hefur þróað eigin aðferðir út frá hugmyndafræði persónumiðaðrar umönnunar og þjónustu, hann styðst við kenningar m.a frá Tom Kitwood og Jane Verity. Með sinni nálgun og í samstarfi við Eden Alternative samtökin, hefur hann þróað ákveðnar aðferðir og bætir við „verkfærum“ sem stuðla að persónu-  og tengslamiðaðri meðferð.

Dr. Power leggur áherslu á mikilvægi hugmyndafræði, viðhorfa og menningar í þjónustu við aldraða. Hann leggur áherslu á að þjónustan miði að vellíðan á öllum mannlegum sviðum og  á forsendum þess er þiggur þjónustuna.

Síðari bók hans fjallar m.a. um 7 lykilþætti vellíðunar og mikilvægi þeirra í daglegu lífi.

Dr. Power er í alþjóðlegum samstarfshópi: „Bridging the GAP“ GLOBAL ACTION ON PERSONHOOD IN DEMENTIA, ásamt Jóni Snædal öldrunarlækni.

Fræðslan fer fram á ensku. Allir áhugasamir velkomnir.

Verð 5000 kr. sem greiðist á staðnum (ekki posi ).                                                              

Vinsamlega skráið ykkur hér: https://docs.google.com/forms/d/1l7XbmJlTXR0H-_CcCxym2XctWAZTG43F7KqPZ49kkf8/viewform

Deildu þessu á:

Facebook