Fræðslufundur tvö: Upptaka – Rekstrarumhverfi öldrunarþjónustu
Öldrunarfræðafélag Íslands stóð fyrir opnum fræðslufundi í streymi kl.12:00 – 13:00 föstudaginn 7. mars. Annar fræðslufundur af fjórum á vormisseri 2025 var í höndum Halldórs S. Guðmundssonar, félagsráðgjafa og dósents við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Erindi hans bar titilinn Rekstrarumhverfi öldrunarþjónustu og var öllum opinn án endurgjalds.