27. NKG – Norðurlandaráðstefnan í öldrunarfræðum í Stokkhólmi 2024

27. Norðurlandaráðstefnan í öldrunarfræðum var haldin dagana 12.-14. júní 2024 við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Yfirskrift ráðstefnunnar var Ageing in a transforming world, sem mætti útleggja sem Að eldast í síbreytilegum heimi. Meginþemu ráðstefnunnar voru heilsufar og vellíðan aldraðra, tækni og nýsköpun, samfélagsleg áhrif og stefnumótun í málefnum sem varða eldra fólk. Hennar hátign Silvía […]