SJÁLFSEIGNARSTOFNUN ST. JÓSEFSSPÍTALA AUGLÝSIR STYRKI TIL DOKTORSNÁMS VIÐ HÍ TENGDA RANNSÓKNARSTOFU LANDSPÍTALA OG RHLÖ.

Sjálfseignarstofnun St. Jósefsspítala auglýsir lausa til umsókna þrjá styrki til doktorsnáms við Háskóla Íslands tengda Rannsóknarstofu Landspítala og Háskóla Íslands í Öldrunarfræðum (RHLÖ). Einn styrkur einskorðast við doktorsnema og leiðbeinendur við Háskóla Íslands og úrvinnslu gagna Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar (AGES-RS I og II) og gögn sem tengja mætti þeirri rannsókn sem unnin yrði í húsakynnum RHLÖ. […]