Prenta

Ýmis námskeið á vegum Endurmenntunar Íslands

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

EHI logo 003

Upplýsingar frá Endurmenntun Íslands til félagsmanna Öldrunarfræðafélags Íslands:

Hér meðfylgjandi er yfirlit yfir nokkur áhugaverð námskeið sem gætu höfðað til ykkar félagsmanna í Öldrunarfræðafélagi Íslands. Listinn er ekki tæmandi, en ávallt má sjá allt námskeiðaframboðið á vefnum okkar, www.endurmenntun.is.
Nám í undirstöðuatriðum hugrænna atferlisfræða:
Við viljum vekja sérstaka athygli stjórnenda á afar góðu námi í undirstöðuatriðum hugrænna atferlisfræða. Námið er einkum ætlað háskólamenntuðu fagfólki innan heilbrigðis-, félags- og menntavísinda en einnig stjórnendum stofnana og fyrirtækja. Námið er ekki meðferðarnám en nemendur öðlast þekkingu og innsýn í aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar á námstímanum. Umsóknarfrestur er til og með 14. mars.

ýmis námskeið á vegum Endurmenntunar Íslands

Prenta

Lagabreytingatillaga frá stjórn ÖFFÍ

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

Lagabreytingatillaga frá stjórn ÖFFÍ lögð fram á aðalfundi félagsins 13. mars 2019

 

6. gr. Nefndir

Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi til tveggja ára í senn. Stjórn skipa formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi auk tveggja varamanna. Kosið er sérstaklega í embætti stjórnarmanna. Enginn má sitja í stjórn lengur en þrjú kjörtímabil í senn, nema sem varamaður.

Lagt til að verða svona:

6. gr. Nefndir
Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi til tveggja ára í senn. Stjórn skipa formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi auk tveggja varamanna. Kosið er sérstaklega í embætti stjórnarmanna. Enginn má sitja í stjórn lengur en
fjögur kjörtímabil í senn, nema sem varamaður.

Prenta

aðalfundur Öldrunarfræðafélags Íslands 2019

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

lógó

Ágæti félagsmaður                                                                                                                          10.febrúar 2019

Aðalfundur Öldrunarfræðafélagsins verður haldinn                    

miðvikudaginn 13. mars 2019 kl. 16:30 á

Hrafnistu í Reykjavík, sal Sjómannadagsráðs

Dagskrá aðalfundar:

1. Skýrsla stjórnar og visindasjóðs.

2. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.

3. Kosning stjórnar félagsins, sbr. 6. gr.

4. Kosning stjórnar vísindasjóðs félagsins, sbr. 8. gr.

5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs.

6. Árgjald ákveðið.

7. Lagabreytingar, sbr. 11. gr.

8. Önnur mál.

 

Að loknum aðalfundi verður boðið upp á veitingar og einnig fer fram úthlutun styrkja úr Vísindasjóði félagsins.

Fyrir hönd stjórnar Öldrunarfræðafélags Íslands

Sigurbjörg Hannesdóttir

formaður