Prenta

Minnum á 22. ráðstefnu NGF í Gautaborg

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

Öldrunarfræðafélag Íslands er aðili að samnorrænum samtökum öldrunarfræðafélaga sem halda á tveggja ára fresti stórar ráðstefnur. Nú líður að ráðstefnu númer 22 sem haldin verður í Gautaborg í Svíþjóð.

Heimasíða ráðstefnunnar er: http://www.22nkg.com

Við hvetjum alla sem áhuga hafa á málaflokknum til að nýta sér þetta fágæta tækifæri til að fylgjast með stefnum og straumum í faginu og hitta aðra áhugasama.

Rástefnan stendur frá 25 - 28. maí 2014

Prenta

Gleðileg jól

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

Öldrunarfræðafélag Íslands óskar félagsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. 

                     

Prenta

Þakkir til þeirra sem fögnuðu með okkur á 40 ára afmæli

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

Hátt í 60 gestir komu til að fagna með Öldrunarfræðafélagi Íslands á 40 ára afmæli félagsins sem haldið var á Hrafnistu í Reykjavík þann 28. nóvember síðastliðinn. Mikil gleði var í salnum enda sá fyrirlesari dagsins Edda Börgvinsdóttir til þess að allir lærðu hvernig nota á húmorinn og gleðina í stundum grámóskulegum hversdagsleikanum. Kærar þakki allir sem komu og þakkir til Hrafnistu fyrir aðstöðu og glæsilegar veitingar.

Myndirnar tala sínu máli:

 

IMG 08581

IMG 08611

Kveðja

Stjón ÖFFÍ