Prenta

Vel heppnaður námsdagur 16. október 2014

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið


WP 000475WP 000476

Námsdagur ÖFFÍ og Endurmenntunar Háskólans fór fram 16. október 2014 og heppnaðist hann vel. Fyrirlesarar voru Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur, Hanna Lára Steinson félagsráðgjafi, Hildur Þráinsdóttir iðjuþjálfi, Guðlaug Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, Sigríður Lóa Rúnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, Sigrún Huld Þorgrímsdóttir öldrunarhjúkrunarfræðingur og Ragnheiður Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari og Msc. í öldrun. Námsdagurinn bar titilinn "Heilabilun - að lifa með reisn". Rætt var m.a. um minningarvinnu, einstaklingsmiðaða þjálfun og mikilvægi hreyfingar hjá heilabiluðum. Á myndinni hér að ofan til vinstri eru áhugasamir gestir á námsdeginum og til hægri sést Líney flytja áhugaverðan fyrirlestur sem bar titilinn "Umönnun heilabilaðra, byrði eða blessun?".

Prenta

Tvö rannsóknarverkefni hlutu styrk Öldrunarfræðafélags Íslands

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

Stjórn Öldrunarfræðafélags Íslands veitti miðvikudaginn 4.júní tvo styrki úr vísindasjóði félagsins vegna verkefna á sviði rannsókna í öldrunarfræðum. Árlega er veitt úr sjóðnum og fór afhending styrkjanna fram á Hrafnistu í Reykjavík og hlutu eftirfarandi framlag í ár:

 Meistaraverkefni Jóhönnu Ósk Eiríksdóttur fékk styrk að upphæð 250.000,- til að rannsaka: „Heilsufar, færni, einkenni og þarfir íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum sem hafa í mesta lagi sex mánaða áætlaðar lífslíkur samanborið við aðra íbúa“.

Leiðbeinandi er Ingibjörg Hjaltadóttir.

 

Doktorsverkefni Bergþóru Baldursdóttur fékk styrk að upphæð 250.000,- til að rannsaka: „Jafnvægisstjórnun hjá einstaklingum sem hlotið hafa úlnliðsbrot í kjölfar byltu og áhrif skynþjálfunar“.

Aðalleiðbeinandi er Ella Kolbrún Kristinsdóttir.

Frekari upplýsingar

Fyrir hönd Öldrunarfræðafélagsins

Sigurbjörg Hannesdóttir

Formaður ÖFFÍ

Reykjavík 5.júní 2014

 

Prenta

Styrkur Vísindasjóðs ÖFFÍ

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

                                                         

Öldrunarfræðafélag Íslands auglýsir til umsóknar styrk fyrir verkefni og rannsóknir á sviði öldrunarfræða.

Skiladagur umsókna er mánudagurinn 7. apríl. Umsóknareyðublað og leiðbeiningar til umsækenda fást með því að senda tölvupóst á netfangið. This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Umsóknareyðublaði skal skila á rafrænu formi til formanns vísindanefndar félagsins á netfangið:

 This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fyrir hönd Öldrunarfræðafélags Íslands

Líney Úlfarsdóttir

Formaður ÖFFÍ