Prenta

Tvö rannsóknarverkefni hlutu styrk Öldrunarfræðafélags Íslands

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

Stjórn Öldrunarfræðafélags Íslands veitti miðvikudaginn 4.júní tvo styrki úr vísindasjóði félagsins vegna verkefna á sviði rannsókna í öldrunarfræðum. Árlega er veitt úr sjóðnum og fór afhending styrkjanna fram á Hrafnistu í Reykjavík og hlutu eftirfarandi framlag í ár:

 Meistaraverkefni Jóhönnu Ósk Eiríksdóttur fékk styrk að upphæð 250.000,- til að rannsaka: „Heilsufar, færni, einkenni og þarfir íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum sem hafa í mesta lagi sex mánaða áætlaðar lífslíkur samanborið við aðra íbúa“.

Leiðbeinandi er Ingibjörg Hjaltadóttir.

 

Doktorsverkefni Bergþóru Baldursdóttur fékk styrk að upphæð 250.000,- til að rannsaka: „Jafnvægisstjórnun hjá einstaklingum sem hlotið hafa úlnliðsbrot í kjölfar byltu og áhrif skynþjálfunar“.

Aðalleiðbeinandi er Ella Kolbrún Kristinsdóttir.

Frekari upplýsingar

Fyrir hönd Öldrunarfræðafélagsins

Sigurbjörg Hannesdóttir

Formaður ÖFFÍ

Reykjavík 5.júní 2014

 

Prenta

Styrkur Vísindasjóðs ÖFFÍ

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

                                                         

Öldrunarfræðafélag Íslands auglýsir til umsóknar styrk fyrir verkefni og rannsóknir á sviði öldrunarfræða.

Skiladagur umsókna er mánudagurinn 7. apríl. Umsóknareyðublað og leiðbeiningar til umsækenda fást með því að senda tölvupóst á netfangið. This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Umsóknareyðublaði skal skila á rafrænu formi til formanns vísindanefndar félagsins á netfangið:

 This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fyrir hönd Öldrunarfræðafélags Íslands

Líney Úlfarsdóttir

Formaður ÖFFÍ

Prenta

Minnum á 22. ráðstefnu NGF í Gautaborg

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

Öldrunarfræðafélag Íslands er aðili að samnorrænum samtökum öldrunarfræðafélaga sem halda á tveggja ára fresti stórar ráðstefnur. Nú líður að ráðstefnu númer 22 sem haldin verður í Gautaborg í Svíþjóð.

Heimasíða ráðstefnunnar er: http://www.22nkg.com

Við hvetjum alla sem áhuga hafa á málaflokknum til að nýta sér þetta fágæta tækifæri til að fylgjast með stefnum og straumum í faginu og hitta aðra áhugasama.

Rástefnan stendur frá 25 - 28. maí 2014