Prenta

Einstaklingsmiðuð öldrunarþjónusta - námsdagur í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands, fimmtudaginn 26.febrúar kl. 12:30-16:30

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

Á þessu námskeiði er fjallað um einstaklingsmiðaða öldrunarþjónustu og mikilvægi þess að horfa til þarfa einstaklingsins. Á námsdeginum verður litið þverfaglegum augum á öldrunarþjónustu. Námsdagurinn verður fjölbreyttur og áhugaverður fyrir alla þá sem tengjast öldrunarþjónustunni.


Við munum leita til sérfræðinga innan öldrunargeirans og fá sýn ólíkra starfsstétta sem allar eiga það sameiginlegt að leitast við að bæta hag og auka lífsgæði hins aldraða einstaklings. Horft verður til væntinga og þarfa hins aldraða og samspilið milli félagslegra, sálrænna og líkamlegra þátta öldrunar. Fjallað verður um þjónustu fyrir aldraða á eigin heimili. Hugmyndafræði á öldrunarheimilium verður skoðuð. Einnig verður fjallað um reynslu frá öðrum málaflokkum t.d. einstaklingsmiðaða þjónustu fyrir fatlaða.

Dagskrá:
12:30-12:35
Námsdagur settur – Sigurbjörg Hannesdóttir, formaður Öldrunarfræðafélags Íslands
12:35-13:15
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir , formaður Landssambands eldri borgara – Sjálfræði og öldrun
13:15-13:55
Berglind Magnúsdóttir skrifstofustjóri þjónustu heima á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar - Einstaklingsbundin heimaþjónusta
13:55-14:35
Helga Hansdóttir, læknir – Einstaklingsmiðuð læknisfræði – hvað er það?
14:35-14:55
Kaffipása
14:55-15:35
Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri – Aðstæðubundið sjálfræði og öldrun
15:35-16:15
Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Reykjanesbæ – Ekkert er alltaf eins!
16:15-16:30
Umræður


Ávinningur þinn:

• Verða meðvitaðri um einstaklingsmiðaða þjónustu í öldrunargeiranum.
• Aukin vitneskju varðandi þjónustu á eigin heimili og á stofnunum.
• Breiðari þverfagleg sýn á málefni aldraða.


Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað fagfólki sem tengist öldrunarþjónustu en er öllum opið. Félagar í Öldrunafræðafélagi Íslands fá 12 % afslátt á námskeiðið.

 

 

Snemmskráning til og með:

16. febrúar 2015

Verð við snemmskráningu:
17.000 kr.

Almennt verð:
18.700 kr.

Kennsla / umsjón:

Sigurbjörg Hannesdóttir formaður Öldrunarfræðafélags Íslands. Ýmsir sérfræðingar koma að námskeiðinu.

Hvenær:

Fim. 26. feb. 12:30 - 16:30

Hvar:

Endurmenntun,Dunhaga 7.

 

 

Prenta

Jólakveðja 2014

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

Öldrunarfræðafélag Íslands óskar

félagsmönnum og landsmönnum öllum

gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Prenta

Sjálfseignarstofnun St. Jósefsspítala auglýsir styrki til doktorsnáms við HÍ tengda Rannsóknarstofu Landspítala og RHLÖ.

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

Sjálfseignarstofnun St. Jósefsspítala auglýsir lausa til umsókna þrjá styrki til doktorsnáms við Háskóla Íslands tengda Rannsóknarstofu Landspítala og Háskóla Íslands í Öldrunarfræðum (RHLÖ).

Einn styrkur einskorðast við doktorsnema og leiðbeinendur við Háskóla Íslands og úrvinnslu gagna Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar (AGES-RS I og II) og gögn sem tengja mætti þeirri rannsókn sem unnin yrði í húsakynnum RHLÖ. AGES RS rannsókninni hefur verið lýst:
Age, Gene/Environment Susceptibility-Reykjavik Study: multidisciplinary applied phenomics. Harris TB, Launer LJ, Eiriksdottir G, Kjartansson O, Jonsson PV, Sigurdsson G, Thorgeirsson G, Aspelund T, Garcia ME, Cotch MF, Hoffman HJ, Gudnason V. Am J Epidemiol 2007;165(9):1076-87.
Tveir styrkir eru opnir í þeim skilningi að þeir einskorðast ekki við öldrunarrannsókn Hjartaverndar (en slík tengin er þó ekki heldur útilokuð) en einskorðast við doktorsnema á öldrunarfræðasviði í víðum skilningi og leiðbeinendur frá Háskóla Íslands og/eða Landspítala.
Doktorsneminn fær starfsaðstöðu við RHLÖ og skilyrði fyrir veitingu styrks er að rannsóknin sé unnin að stofni til á RHLÖ. Auk styrksins, sem nemur 265.000 krónum á mánuði í þrjú ár, veitir rannsóknarstofan sérstakan stuðning við tölfræðilega úrvinnslu sé þess þörf.
Doktorsnemi og leiðbeinandi geta komið frá hvaða námsbraut sem er innan Háskóla Íslands. Doktorsneminn þarf að leggja fram rannsóknaráætlun sem miðast við form umsókna fyrir vísindastyrki Landspítala. Auk þess þarf að liggja fyrir samþykkt um doktorsnám frá viðkomandi Háskóladeild. Doktorsnám sem þegar hefur verið hafið skal ekki vera lengra komið en sem nemur um það bil fjórðungi verkefnis.
Leiðbeinendur doktorsnema við Háskóla Íslands geta sótt um styrk fyrir doktorsnemaverkefni, með því fororði að doktorsnemi við Háskóla Íslands taki við verkefninu innan sex mánaða frá veitingu styrks.
Sjálfseignarstofnun St. Jósefsspítala vill efla doktorsnám á sviði öldrunarfræða með ofangreindum hætti með árlegum styrkveitingum. Þannig er vonast til að lifandi samfélag myndist um öldrunarrannsóknir þar sem doktorsnemar geta haft stuðning hver af öðrum auk góðrar starfsaðstöðu.
Umsóknir verða metnar af sjálfstæðri vísindanefnd. Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2015.
Frekari upplýsingar veitir Pálmi V. Jónsson, prófessor, formaður stjórnar Sjálfseignarstofnunar St. Jósefsspítala, sími 543 9410, netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Senda skal umsókn á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..">This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..