
Norræna Öldrunarfræðafélagið - NGF
Nordic Gerontological Federation
Norræna Öldrunarfræðafélagið (NGF) var stofnað 1974 og eru þau regnhlífarsamtök fyrir öldrunarfræði og öldrunarstofnanir í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Aðalmarkmið NGF er að styðja, skipuleggja og auka rannsóknir, þróun og menntun í öldrunarfræðum innan Norðurlandanna.
Hægt er að lesa meira um NFG á heimasíðu þeirra: http://www.ngf-geronord.se
Fréttablað GeroNord 1-2 2015
http://www.ngf-geronord.se/geronord/GeroNord1-22015.compressed.pdf
Aðalfundur Öldrunarfræðafélags Íslands
Ágæti félagsmaður 14. mars 2015
Aðalfundur Öldrunarfræðafélagsins verður haldinn
mánudaginn 30. mars 2015 kl. 17:00- 19:00 á
Hrafnistu í Reykjavík, sal Sjómannadagsráðs
Dagskrá fundar
-
Skýrsla stjórnar og vísindasjóðs
-
Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
-
Kosning stjórnar, sbr. 6.gr.
-
Kosning stjórnar vísindasjóðs félagsins, sbr. 8.gr.
-
Kosning tveggja skoðunarmanna til eins árs
-
Árgjald ákveðið
-
Lagabreytingar
-
Önnur mál
Að loknum aðalfundi fer fram úthlutun styrkja úr Vísindasjóðs félagsins.
f.h.stjórnar Öldrunarfræðafélags Íslands
Sigurbjörg Hannesdóttir
formaður Öldrunarfræðafélags Íslands
Ert þú rétt skráð(ur)?
Í Öldrunarfræðafélaginu er verið að yfirfara lista yfir félagsmenn og því miður er fjöldi félagsmanna ekki skráður með netfang í félagatalinu. Ef þú lesandi góður ert í félaginu þá máttu gjarnan senda póst með nafni, heimilisfangi og tölvupóstfangi á Helgu B. Haraldsdóttur meðstjórnanda á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Fleiri greinar...
- Laust sæti í stjórn Öldrunarfræðafélags Íslands.
- Einstaklingsmiðuð öldrunarþjónusta - námsdagur í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands, fimmtudaginn 26.febrúar kl. 12:30-16:30
- Jólakveðja 2014
- Sjálfseignarstofnun St. Jósefsspítala auglýsir styrki til doktorsnáms við HÍ tengda Rannsóknarstofu Landspítala og RHLÖ.