Prenta

Námstefna um viðbrögð við ofbeldi gagnvart öldruðu fólki.

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið


Grand Hótel mánudaginn 12. apríl kl. 12:30 – 16:00

oldrun-1                      öldrunarráð

12:30 – 13:00 Skráning

13:00 – 13:10 Setning


13:10 – 13:40 Hlutverk starfsmanna öldrunarþjónustu í forvörnum gegn ofbeldi.
Sigrún Ingvarsdóttir, deildarstjóri Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis.


13:40 – 14:00 Aðkoma og úrræði lögreglu.
Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi rannsóknardeild Lögreglunnar á Suðurlandi.


14:00 – 14:20 „Er samfélagslegt ofbeldi gagnvart eldra fólki vandamál á Íslandi?".
Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir.


14:20 – 14:40 Kaffi


14:40 – 15:00 Hversu margir litir eru í litrófi samfélagsins? - Um birtingarmyndir ofbeldis á hjúkrunarheimilum. Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna.

15:00 – 15:20 „Tilfinningalegt ofbeldi gagnvart öldruðum". Ása Guðmundsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði.

15:20 – 15:40 Úrræði lögræðislaga nr. 71/1997 gegn fjárhagslegri misnotkun aldraðra.
Ásrún Eva Harðardóttir, lögfræðingur og fagstjóri lögráðamála Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu.


Fundarstjóri Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri þjónustu heim, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar.


Skráning: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Aðgangur 2.500.- kr. Greiðist við inngang.
Athugið að ekki mögulegt að taka við debet- eða kreditkortum.

Prenta

Styrkveiting úr vísindasjóði Öldrunarfræðafélags Íslands

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

Stjórn Öldrunarfræðafélags Íslands (ÖFFÍ) veitti fimmtudaginn 17.mars 2016 tvo styrki til rannsóknarverkefna á sviði öldrunarmála sem unnin verða á næstunni. Vísindasjóður Öldrunarfræðafélags Íslands var stofnaður 1984 til styrktar vísinda- og rannsóknarstarfsemi í öldrunarfræðum.

Styrkveitingar úr vísindasjóði 2016 eru:

Kristbjörg Sóley Hauksdóttir

"Eiga aldraðir áhyggjulaust ævikvöld? Rannsókn á viðhorfum, þekkingu og reynslu starfsfólks af ofbeldi gegn öldruðum inn á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu"

Sigríður Ósk Ólafsdóttir

"Einmannaleiki meðal aldraðra á hjúkrunarheimilum á Íslandi"

Frekari upplýsingar veitir formaður félagsins Sigurbjörg Hannesdóttir sími 6939559 eða á netfang This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

IMG 3072

Frá vinstri: Sigurbjörg Hannesdóttir formaður ÖFFÍ, Guðrún Reykdal stjórn vísindasjóðs ÖFFÍ, Kristbjörg Sóley Hauksdóttir styrkhafi, móðir Sigríðar Ósk Ólafsdóttur styrkhafa, Ingibjörg Hjaltadóttir formaður vísindasjóðs ÖFFÍ

Prenta

Borgarafundur um heilbrigðismál

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

Á þriðjudag, 22. mars, efnir RÚV til borgarafundar um heilbrigðismál, en ljóst er að málefnið brennur á þjóðinni. RÚV býður því upp á málefnalegan umræðuvettvang þar sem leitað er svara við spurningum almennings er varða heilbrigðiskerfið og framtíð þess. Sérfræðingar og stjórnmálamenn verða til svara.

Hvernig ætti heilbrigðisþjónustan vera til framtíðar – og hvernig á að fara að því? Sérfræðingar úr heilbrigðisstétt verða í pallborði sem og forsvarsmenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi. 

Fundurinn verður í Háskólabíói og í beinni útsendingu á RÚV, RÚV.is og á Rás 2. Útsendingin hefst klukkan 19.35 en húsið verður opnað klukkan 19. Fundarstjórar eru Þóra Arnórsdóttir og Baldvin Þór Bergsson.

Sérfróðir gestir svara spurningum, þeir eru Birgir Jakobsson landlæknir, Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans, Arna Guðmundsdóttir formaður Læknafélags Reykjavíkur og Hildigunnur Svavarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Fulltrúar stjórnmálaflokkanna sitja einnig fyrir svörum, Árni Páll Árnason Samfylkingunni, Óttar Proppe, Bjartri framtíð, Ásta Guðrún Helgadóttir Pírötum, Katrín Jakobsdóttir VG, Kristján Þór Júlíusson Sjálfstæðisflokknum og Sigurður Ingi Jóhannsson frá Framsóknarflokknum.

Við óskum eftir spurningum frá almenningi en þær er hægt að senda um tölvupóst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða nota myllumerkið #borgarafundur á twitter og Facebook.