Prenta

Ýmis námskeið á vegum Endurmenntunar Íslands

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

EHI logo 003

Upplýsingar frá Endurmenntun Íslands til félagsmanna Öldrunarfræðafélags Íslands:

Hér meðfylgjandi er yfirlit yfir nokkur áhugaverð námskeið sem gætu höfðað til ykkar félagsmanna í Öldrunarfræðafélagi Íslands. Listinn er ekki tæmandi, en ávallt má sjá allt námskeiðaframboðið á vefnum okkar, www.endurmenntun.is.
Nám í undirstöðuatriðum hugrænna atferlisfræða:
Við viljum vekja sérstaka athygli stjórnenda á afar góðu námi í undirstöðuatriðum hugrænna atferlisfræða. Námið er einkum ætlað háskólamenntuðu fagfólki innan heilbrigðis-, félags- og menntavísinda en einnig stjórnendum stofnana og fyrirtækja. Námið er ekki meðferðarnám en nemendur öðlast þekkingu og innsýn í aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar á námstímanum. Umsóknarfrestur er til og með 14. mars.

ýmis námskeið á vegum Endurmenntunar Íslands

Prenta

Lagabreytingatillaga frá stjórn ÖFFÍ

Höfundur: Sigurbjör Hannesdóttir. Efnisflokkur: Félagið

Lagabreytingatillaga frá stjórn ÖFFÍ lögð fram á aðalfundi félagsins 13. mars 2019

 

6. gr. Nefndir

Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi til tveggja ára í senn. Stjórn skipa formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi auk tveggja varamanna. Kosið er sérstaklega í embætti stjórnarmanna. Enginn má sitja í stjórn lengur en þrjú kjörtímabil í senn, nema sem varamaður.

Lagt til að verða svona:

6. gr. Nefndir
Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi til tveggja ára í senn. Stjórn skipa formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi auk tveggja varamanna. Kosið er sérstaklega í embætti stjórnarmanna. Enginn má sitja í stjórn lengur en
fjögur kjörtímabil í senn, nema sem varamaður.