Fundargerðir

Prenta

Aðalfundur ÖFFÍ 2014

Aðalfundur Öldrunarfræðafélagsins 2014

Haldinn kl. 17:00- 19:00 hinn 27. mars

Í húsnæði Heimaþjónustu Reykjavíkur í Síðumúla

Fundargerð

Formaður félagsins Líney Úlfarsdóttir setti fundinn og bauð gesti velkomna. Jafnframt bar hún upp þá tillögu að Soffía Egilsdóttir yrði fundarstjóri sem var samþykkt. Loks lagði hún til að Kristín Björnsdóttir yrði ritari fundarins og var það jafnframt samþykkt.

Í stjórn félagsins er aðalfundur fór fram sátu: Líney Úlfarsdóttir formaður, Kristín Björsdóttir ritari , Guðrún Hrefna Sverrisdóttir gjaldkeri, Sigurbjörg Hannesdóttir, meðstjórnandi, ásmat Þórlaugu Sveinsdóttur og Önnu Björgu Jónsdóttur sem voru varamenn. Auk þeirra sat Elísabet Karlsdóttir, ritstjóri Öldrunar stjórnarfundi.

Soffía Egilsdóttir tók við fundarstjórn og tilkynnti að til fundarins hafi verið boðað með löglegum hætti og fyrirvara og að hann teldist því löglegur.

Dagskrá fundar:

 1. Skýrsla stjórnar. Formaður flutti skýrslu um störf félagsins á liðnu ári (sjá í fylgiskjali 1). Fram kom fram að ÖFFÍ tók þátt í Framtíðarþingi um farsæla öldrun sem var samstarfsverkefni fjölmmargra aðila sem tengjast öldruðum. Þótti þingið heppnast vel. Einnig kom fram að hinn 11. apríl var hin árlega námsstefna félagsins haldin. Að þessu sinni var hún haldin í samstarfi við Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga og Fagdeild öldrunarfélagsráðgjafa. Efni hennar var geðheilsa eldri borgara. Þótti námsstefnan heppnast vel og var aðsókn góð (130 manns). Í október var haldið uppá 40 ára afmæli félagsins og mættu hátt í 80 manns til að taka þátt í þeirri veislu sem fór vel fram. Stjórnin undirritaði samning við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands sem felur í sér að stofnunin mun sjá um utanumhald um námsstefnur félagsins í samvinnu við stjórnina. Stefnt er að námsstefnu á haustmánuðum 2014. Loks sagði formaðurinn frá væntanlegri samnorrænni ráðstefnu sem haldin verður í Gautaborg dagana 25. – 28. maí með yfirskriftinni Age well. Vel var tekið undir skýrslu formanns.

 1. Fréttir af starfi vísindanefndar. Í vísindanefndinni sitja Guðrún Reykdal, Ingibjörg Hjaltadóttir og Ólöf Guðný Geirsdóttir. Formaður félagsins flutti skýrslu um störf vísindanrfndar á liðnu ári þar sem enginn meðlima hennar var viðlátinn. Fram kom að 18 umsóknir bárust um styrki og veittir voru tveir styrkir. Þá hlutu Elfa Þöll Grétarsdóttir hjúkrunarfræðingur (kr. 250.000) og Hlíf Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur (250.000). Vísindanefnd hefur lagt vinnu í að bæta umsóknareyðublað og leiðbeiningar og hafa styrkir þegar verið aulýstir. Áformað er að úthluta alls 400.000 á þesu ári. Fram kom sú hugmynd að óska eftir kynningum á verkefnunum sem hljóta styrk er þeim er lokið. Skýrsla vísindanefndar var borin upp og samþykkt.

 1. Tímaritið Öldrun. Elísabet Karlsdóttir flutti munnlega skýrslu um störf ritnefndar Öldrunar á liðnu ári. Fram kom að erfiðlega hefur gengið að fá greinar í tímaritið í mörg ár og var því ákveðið að leggja útgáfu þess niður. Því mun ritnefndin ekki starfa áfram og voru henni þökkuð góð störf.

 1. Endurskoðaðir reikningar félagsins. Líney Úlfarsdóttir kynnti endurskoðað reikninga félagsins í fjarveru Guðrúnar Hrefnu Sverrisdóttur gjaldkera. Fram kom að gjöld voru töluvert umfram tekjur.

Gjaldkeri gerði jafnframt skriflega grein fyrir mistökum við greiðslur sem hún hefur leiðrétt.

Einungis náðist til eins skoðunarmanns reikninga, Ingibjargar Þórisdóttur og var ákveðið að stjórnin myndi taka málið fyrir á næsta stjórnarfundi.

Reikningar félagsins voru samþykktir.

Samþykkt var að skoðunarmenn reikninga á næsta ári verði Ingibjörg Þórisdóttir og Líney Úlfarsdóttir.

 1. Kosning stjórnar, ritnefndar, stjórnar Vísindasjóðs og tveggja skoðunarmanna reikninga samkvæmt 6. 8. og 9.gr (Fundarstjóri stjórnaði kosningu, sjá upplýsingar fyrir neðan).

Kosning í stjórn

Þórlaug Sveinsdóttir gengur úr stjórn, en í hennar stað gefur Steinunn Arnars Ólfsdóttir, sjúkraþjálfari kost á sér til stjórnarsetu.

Líney Úlfarsdóttir formaður félagsins hyggst einnig láta af störfum og hefur Sigurbjörg Hannesdóttir gefið kost á sér í formannsembættið.

Helga Björk Haraldssdóttir gefur kost á sér sem meðstkjórnandi. Hún er sálfræðingur. Anna Björg Jónsdóttir verður áfram varamaður. Þessi kosning var samþykkt.

Fulltrúar í vísindanefnd

Í vísindanefnd sitja áfram Guðrún Reykdal, Ingibjörg Hjaltadóttir og Ólöf Guðný Geirsdóttir og eru því engar breytingar á henni.

 1. Árgjald er ákveðið fyrir eitt ár í senn. Formaður fyrir hönd stjórnar lagði til að félagsgjöld verði hækkuð í 2000sem var samþykkt.

 1. Lagabreytingar. Formaður kynnt tillögur stjórnar að lagabreytingum (sjá fylgiskjal 2).

 • Stjórnin leggur til að 6. greinin sem fjallar um skipun stjórnar breytist þannig að ritstjóri hverfi úr stjórninni samfara því að útgáfu tímaritsins Öldrun verður hætt. Í stað hans kemur varaformaður inn í stjórnina.

 • Þar sem ákveðið hefur verið að hætta útgáfu tímaritsins Öldrun var lagt til að 9. greinin, sem fjallar um tímaritið, verði felld út.

Þessar lagabreytingar voru bornar upp og samþykktar.

 1. Breytingar á skipan stjónrar

Í kjölfar lagabreytinga var nauðsynlegt að fara aftur yfir stjónrakjör. Kristín Björnsdóttir gefur kost á sér sem varaformaður og Steinunn Arnars Ólfsdóttir gefur kost á sér sem ritari. Elísabet Karlsdóttirfráfarandi ritstjóri gaf kost á sér sem varamaður. Þessar breytingar voru samþykktar.

 1. Önnur mál. Þeim stjórnarkonum sem ganga úr stjórn og ritnefnd voru þökkuð góð störf. Líneyju Úlfarsdóttur voru þökkuð mjög góð störf við erfiðar aðstæður þar sem flestir stjórnarmenn voru nýir er hún tók við formannsembættinu.