Fundargerðir

Prenta

Aðalfundur ÖFFÍ 2013

Aðalfundur Öldrunarfræðafélagsins 2013

Haldinn kl. 17:00- 19:00 hinn 20. mars að Hrafnistu í Reykjavík

Fundargerð

Formaður félagsins Líney Úlfarsdóttir setti fundinn og bauð gesti velkomna. Jafnframt bar hún upp þá tillögu að Steinunn K. Jónsdóttir yrði fundarstjóri og það var samþykkt. Loks lagði hún til að Sigurbjörg Hannesdóttir yrði ritari fundarins og var það jafnframt samþykkt.

Í stjórn félagsins er aðalfundur fór fram sátu: Líney Úlfarsdóttir formaður, Kristín Björsdóttir ritari , Guðrún Hrefna Sverrisdóttir gjaldkeri, Sigurnjörg Hannesdóttir , Elísabet Karlsdóttir sem jafnframt er ritstjóri Öldrunar. Þórlaug Sveinsdóttir og Ragnheiður Halldórsdóttir voru varamenn.

Steinunn tók við fundarstjórn og tilkynnti að til fundarins hafi verið boðað með löglegum hætti og fyrirvara og að hann teldist því löglegur.

Dagskrá fundar:

  1. Skýrsla stjórnar. Formaður flutti skýrslu um störf félagsins á liðnu ári (sjá í fylgiskjali 1). Fram kom fram að í maí 2012 var haldið málþing sem nefnt var Líðan eldri borgara. Málþingið heppnaðist mjög vel en aðsókn var lítil. Eirberg styrkti málþingið. Í febrúar á árinu 2013 tók félagið þátt í að skipuleggja þjóðfund um öldrunarmál, Farsæl öldrun, ásamt Öldrunarráði, Landssambandi eldri borgara, Velferðarráðuneytinu, Reykjavíkurborg, Félagi sjúkraþjálfara, Iðjuþjálfafélagi Íslands, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samband íslenskra sveitarfélaga. Sagt var frá hinu norræna samstarfi sem félagið tekur þátt í Nordisk Gerontologisk Forum (NGF), en formaður sat stjórnarfund þess sem haldinn var í tengslum við öldrunarráðstefnuna sem haldin var í Kaupmannahöfn í júní árið 2012 undir yfirskriftinni Dilemmas in aging societies. Fundarstjóri bar skýrsluna undir fundarmenn og var hún samþykkt.

  1. Fréttir af starfi vísindanefndar. Formaður félagsins flutti skýrslu um störf vísindasjóðs á liðnu ári. Fram kom að 20 umsóknir bárust um styrki og að vísindanefndin er enn að vinna úr umsóknunum. Skýrsla stjórnar vísindanefndar var borin upp og samþykkt.

  1. Tímaritið Öldrun. Elísabet Karlsdóttir flutti skýrsla um störf ritnefndar Öldrunar á liðnu ári. Fram kom að erfiðlega hefur gengið að fá greinar í tímaritið. Tengist það m.a. því að heimasíða félagsins lá niðri um tíma (varð fyrir árás og tíma tók a koma henna upp aftur). Einnig er óhægt um vik við að hafa samband við félagsmenn þar sem ekki liggja fyrir netföng þeirra. Ritnefnd leggur til að útgáfa Öldrunar verði tengd hinni árlegu námsstefnu og að framsögumenn verði beðnir um að skrifa jafnframt grein. Fleiri breytingar á tímaritinu voru reifaðar. Helstu breytingar eru þær að fjárhagur tímaritsins er nú undir fjárhag félagsins (sjá fylgiskjal 2). Fram

  1. Endurskoðaðir reikningar félagsins. Guðrún Hrefna Sverrisdóttir gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga félagssjóðs og vísindasjóðs fyrir umliðið almanaksár. Einn skoðunarmaður er búinn að fara yfir reikningana en vantar að hinn fari yfir reikningana. Reikningar félagsins verða því samþykktir á næsta stjórnarfundi.

  1. Kosning stjórnar, ritnefndar, stjórnar Vísindasjóðs og tveggja skoðunarmanna reikninga samkvæmt 6. 8. og 9.gr (Fundarstjóri stjórnaði kosningu, sjá upplýsingar fyrir neðan).

Kosning í stjórn

Ragnheiður Halldórsdóttir læknir hyggst ekki halda áfram stjórnarstörfum þar sem hún era ð flytja búferlum. Í hennar stað gefur kost á sér Anna Björg Jónsdóttir læknir. Hún kynnti sig og var kosin einróma. Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir.

Fulltrúi í ritnefnd

Eyjólfur Þ. Haraldsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í ritnefnd. Ekki vannst tími til að finna annan fulltrúa í hans stað.

Fulltrúar í vísindanefnd

Í vísindanefnd sitja Guðrún Reykdal, Ingibjörg Hjaltadóttir og Ólöf Guðný Geirsdóttir og gáfu þær kost á sér til áframhaldandi setu.

  1. Árgjald er ákveðið fyrir eitt ár í senn. Formaður gerði grein fyrir því að þar sem félagið stæði undir sér sæi stjórnin ekki ástæðu til að hækka árgjaldið. Það er nú 1750,- kr. og var samþykkt að halda því óbreyttu.

  1. Lagabreytingar. Engar tillögur hafa borist um lagabreytingar.

  1. Önnur mál.

Umræða var um afmælisár Öldrunarfræðifélagsins og hvort halda eigi ráðstefnu eða annað í tilefna þessa. Mikill áhugi var að halda upp á afmælið og stjórn mun vinna í þessu og ef til vill halda með haustinu atburð.