Fundargerðir

Prenta

Aðalfundur ÖFFÍ 2012

Aðalfundur Öldrunarfræðafélagsins 2012

Haldinn kl. 17:00- 19:00 hinn 22. mars í Sóltúni

Fundargerð

Formaður félagsins Líney Úlfarsdóttir setti fundinn og bauð gesti velkomna. Jafnframt bar hún upp þá tillögu að Ingibjörg Þórisdóttir yrði fundarstjóri sem var samþykkt. Loks lagði hún til að Kristín Björnsdóttir yrði ritari fundarins og var það jafnframt samþykkt.

Í stjórn félagsins er aðalfundur fór fram sátu: Líney Úlfarsdóttir formaður, Kristín Björsdóttir ritari , Eyrún Jónatansdóttir gjaldkeri, Sigurnjörg Hannesdóttir , Elísabet Karlsdóttir sem jafnframt er ritstjóri Öldrunar. Þórlaug Sveinsdóttir og Ragnheiður Halldórsdóttir voru varamenn.

Ingibjörg tók við fundarstjórn og tilkynnti að til fundarinns hafi verið boðað með löglegum hætti og fyrirvara og að hann teldist því löglegur.

Dagskrá fundar:

  1. Skýrsla stjórnar. Formaður flutti skýrslu um störf félagsins á liðnu ári (sjá í fylgiskjali 1). Fram kom að haldið var málþing um fíkn á efri árum sem var afar vel sótt. Sagt var frá hinu norræna samstarfi sem félagið tekur þátt í og gerð var grein fyrir tillögum stjórnar að breytingum á fyrirkomulagi fjármála félagsins og tímaritsins.

Fundarstjóri bar skýrsluna undir fundarmenn og var hún samþykkt.

  1. Fréttir af starfi vísindanefndar. Anna Birna Jensdóttir formaður vísindanefnsar flutti skýrslu um störf vísindasjóðs á liðnu ári. Fram kom að engar umsóknir bárust um styrki og verður því meira til skiptanna á næsta ári. Skýrsla stjórnar vísindanefndar var borin upp og samþykkt.

  1. Tímaritið Öldrun. Guðlaug Guðmundsdóttir flutti skýrsla um störf ritnefndar Öldrunar á liðnu ári, reikningar tímaritsins voru jafnframt lagðir fram. Tímaritið kom út í desember 2011. Helstu breytingar eru þær að áætlað er að fjárhagur tímaritsins fari undir fjárhag félagsins (sjá fylgiskjal 2). Skýrsla ritstjórnar og reikningar tímaritsins voru samþykktir.

  1. Endurskoðaðir reikningar félagsins. Eyrún Jónatansdóttir gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga félagssjóðs og vísindasjóðs fyrir umliðið almanaksár. Reikningar félagsins voru samþykktir.

  1. Kosning stjórnar, ritnefndar, stjórnar Vísindasjóðs og tveggja skoðunarmanna reikninga samkvæmt 6. 8. og 9.gr (Fundarstjóri stjórnaði kosningu, sjá upplýsingar fyrir neðan).

Kosning í stjórn

Eyrún Jónatansdóttir hyggst ekki halda áfram stjórnarstörfum. Í hennar stað gefur kost á sér Guðrún Hrefna Sverrisdóttir félagsráðgjafi. Hún kynnti sig og var kosin einróma. Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir.

Kosning í ritnefnd

Guðlaug Guðmundsdóttir ætlar að hætta ritnefndarstörfum. Í hennar stað gefur kost á sér Ásta Kristín Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur. Hún kynnti sig og var einróma kosin.

Fulltrúar í vísindanefnd

Jóna Eggertsdóttir gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í vísindanefnd - í hennar stað gefur kost á sér Guðrún Reykdal sem hlaut einróma kosningu.

Anna Birna Jensdóttir gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í vísindanefnd -í hennar stað gefur kost á sér Ingibjörg Hjaltadóttir sem hlaut einróma kosningu.

Guðný Bjarnadóttir gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í vísindanefnd -í hennar stað gefur kost á sér Ólöf Guðný Geirsdóttir sem hlaut einróma kosningu

  1. Árgjald er ákveðið fyrir eitt ár í senn. Formaður gerði grein fyrir því að þar sem félagið stæði undir sér sæi stjórnin ekki ástæðu til að hækka árgjaldið. Það er nú 1750 og var samþykkt að halda því óbreyttu.

  1. Tillaga um lagabreytingar sbr. 10. gr. (Breytingar á 4. gr og 9.gr.). Formaður gerði grein fyrir tillögum að lagabreytingum. Helstu ástæður þess að nauðsynlegt er að breyta lögum er að fjárhagur félagsins og tímaritsins eru á sömu kennitölu, en það hefur valdið ruglingi eftir bankahrunið því þá flutti reikningur tímritsins í sama banka og reikningur félagsins. Stjórnin telur eðlilegt að fjárhagur blaðsins heyri undir félagið og mun því leggja til lagabreytingar sem munu endurspegla það. Atkvæðagreiðsla – samþykkt.

  1. Önnur mál.

Jón Snædal kvaddi sér hljóðs til að segja frá ráðstefnu norrænna samtaka öldrunarfræðafélaga (NGF) sem verður haldin í Kaupmannahöfn í sumar. Komin er heimasíða fyrir ráðstefnuna og er slóðin http://www.21nkg.dk